Jói útherji hagnaðist um 41 milljón króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður. Tekjur jukust um 31 milljón milli ára og námu 380 milljónum.

Fyrirtækið var selt til Bestseller á Íslandi í fyrra fyrir 250 milljónir króna en Jói útherji hafði þá verið í eigu stofnanda frá árinu 1999.

Grímur Garðarsson var eini eigandi Bestseller á Íslandi þegar kaupin fóru fram en Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir eignaðist helmingshlut á móti Grími í ár.