Verkalýðsfélag sem samanstendur af meira en 11.000 starfsmönnum Starbucks mun hefja fimm daga verkfall í dag. Verakalýðsfélagið, Workers United, segir að aðgerðirnar munu eiga sér stað í Los Angeles, Chicago og Seattle.

Workers United hefur kallað eftir því að fyrirtækið hækki laun og bæti við starfsfólki til að minnka álag á vinnustað.

Starbucks hefur hins vegar sagt að það bjóði upp á góð laun, eða rúmlega 18 dali á klukkustund að meðaltali og rúmlega 30 dali á klukkustund fyrir þá sem vinna minnst 20 klukkustundir á viku.

Verkalýðsfélagið hefur bent á það sem það lítur á sem ósanngjarnan launamismun milli félagsmanna sinna og stjórnenda, þar á meðal framkvæmdastjórans, Brian Niccol.