Jón Skafta­son stjórnar­for­maður Sýnar hefur á­kveðið að gefa ekki kost á sér til á­fram­haldandi stjórnar­setu en Jón hefur setið í stjórn fé­lagsins síðan í ágúst 2022.

Þetta kemur fram í skýrslu til­nefningar­nefndar fyrir aðal­fund fé­lagsins í byrjun apríl.

Jón Skafta­son stjórnar­for­maður Sýnar hefur á­kveðið að gefa ekki kost á sér til á­fram­haldandi stjórnar­setu en Jón hefur setið í stjórn fé­lagsins síðan í ágúst 2022.

Þetta kemur fram í skýrslu til­nefningar­nefndar fyrir aðal­fund fé­lagsins í byrjun apríl.

Til­nefningar­nefndin leggur til að eftir­taldir fram­bjóð­endur verði kosnir í stjórn fé­lagsins:

  • Hákon Stefáns­son
  • Páll Gísla­son
  • Petrea Ingi­leif Guð­munds­dóttir
  • Ragnar Páll Dyer
  • Rann­veig Eir Einars­dóttir

Til­nefningar­nefndin leggur síðan til að Daði Kristjáns­son og Ingi­björg Ás­dís Ragnars­dóttir verði kosin í varastjórn.

Fyrrum stjórnarformaður snýr aftur

Petrea I. Guðmundsdóttir, var áður stjórnarformaður Sýnar, en hún dró framboð sitt til stjórnar til baka skömmu fyrir síðasta hlutahafafund.

Sagði hún Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hafa sett maka sínum, Benedikti K. Magnússyni, fjármálastjóra OR, afarkosti vegna stjórnarsetu hennar hjá Sýn en Orkuveita Reykjavíkur er móðurfélag Ljósleiðarans.

Síðasti hluthafafundur Sýnar fór fram í októ­ber 2022 en miklar breytingar hafa verið innan fé­lagsins síðan þá. for­stjóri Sýnar, Yngvi Hall­dórs­son, sagði upp störfum um miðjan októ­ber 2023 og tók Her­dís Dröfn Fjeld­sted við sem for­stjóri fé­lagsins í byrjun árs.

Páll Ás­gríms­son, lög­maður fé­lagsins, gengdi störfum for­stjóra á tíma­bilinu á milli.

Í skýrslu tilnefningarnefdar segir að skipu­lags­breytingar fé­lagsins hafa kallað á um­tals­verðar manna­breytingar á efsta lagi stjórn­enda­t­eymis.

Á hlut­hafa­fundinum 20. októ­ber 2022, urðu þær breytingar á stjórn Sýnar, að ný komu inn Hákon Stefáns­son og Rann­veig Eir Einars­dóttir.

Í vara­stjórn kom ný inn Salóme Guð­munds­dóttir. Fyrir rúm­lega ári síðan, eða þann 5. janúar 2023, var stjórnar­maðurinn Sesselía Birgis­dóttir ráðin sem fram­kvæmda­stjóri sölu, þjónustu og markaðs­mála fé­lagsins. Við stjórnar­sætinu tók þá Salóme Guð­munds­dóttir.