Bpowell ehf., félag í eigu Jóns Þórs Gunnars­sonar, for­stjóra Kaldalóns, keypti í morgun 1.250.000 hluti í fast­eignafélaginu.

Gengið í við­skiptunum var 26,2 krónur sem sam­svarar um 32,75 milljónum króna. Mun það vera í samræmi við dagsloka­gengi Kaldalóns á föstu­daginn.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu frá félaginu ákvað Jón Þór einnig að selja áskriftarréttindi að 6 milljón hlutum í morgun.

Samkvæmt ársreikningi 2023 gaf Kaldalón út áskriftarréttindi að 18.000.000 hlutum að nafn­virði með gildistíma 6 ár, sem for­stjóri félagsins keypti árið 2021.

Stjórn fast­eignafélagsins Kaldalóns samþykkti í júlí 2023 að veita for­stjóra og öðrum starfsmönnum félagsins kauprétt að allt að 222.500.000 hlutum í félaginu, sem sam­svaraði um 2% af hluta­fé Kaldalóns þegar kaupréttar­kerfið var samþykkt.

Um 22.250.000 hluti er að ræða í dag eftir öfuga skiptingu hluta (e. re­ver­se stock split) fé­lagsins í nóvember 2023.

Jóni ber að halda eftir hlutum sem nema 50% af fjár­hæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattar og allur kostnaður hafa verið dregnir frá, fram að starfs­lokum hjá félaginu eða dóttur­félagi þess.

Honum er heimilt er að nýta kaupréttina eftir þrjú ár að einum þriðja, annan þriðjung eftir fjögur ár og síðasta þriðjunginn eftir fimm ár.