Kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson snýr aftur til landsins og mun halda fyrirlestur í Háskólabíó 25. júní næstkomandi. Hann heldur nú í fyrirlestraferð um allan heim til að kynna nýju bókina sína Út fyrir ramman en hún kom út árið 2021 og hefur selst í yfir fimm milljónum eintaka.
Peterson kom fyrst til landsins í júní 2018 og fyllti Silfurberg salinn í Hörpu í tvígang. Nú heldur hann fyrirlestur í Háskólabíó. Aðspurður um hvaðan hugmyndin kom að því að fá hann aftur segir Gunnlaugur Jónsson, sem stendur fyrir því að flytja Peterson til landsins „þegar hann kom hingað langaði honum strax að koma aftur og við byrjuðum að skipuleggja þá í júní 2018. Síðan komu upp þessi veikindi hans og Covid þannig að við erum rétt að ná að gera þetta núna sem hluti af þessari fyrirlestraferð hans.“
Jordan Peterson hefur vakið mikla athygli síðustu ár þá helst vegna fyrirlestra sinna og skrifa en hann hefur gefið út fjölmargar bækur. Þar fjallar hann um sálfræði og ýmis konar nálgun á lífið. Ummæli hans hafa oft verið á milli tannanna á fólki og þykja mjög umdeild.
„Hann er ekki að reyna að skora stig einhversstaðar eða að passa að ögra engum. Hann segir sannleikann eins og hann er hverju sinni“ segir Gunnlaugur.
Þá hefur Peterson verið þekktur fyrir að tala tæpitungulaust um pólitísk málefni sem hefur sem hefur vakið misjöfn viðbrögð.
„Sumir hafa haft fordóma gagnvart honum, sér í lagi fólk af vinstri kantinum hefur lagst gegn honum."
Gunnlaugur hvetur þó alla til að mæta með opinn hug á fyrirlesturinn þó svo að það sé ekki alltaf 100% sammála Peterson.
„Enginn er 100% sammála neinum. Til dæmis ég, sem er að bjóða honum hingað, er ekki 100% sammála honum alltaf. Það er hins vegar mjög gagnlegt að hlusta á hann."