Jörth er nýtt íslensk fyrirtæki sem vinnur að því að hjálpa fólki að efla þarmaflóruna. Stofnendur Jörth eru hjónin Birna G. Ásbjörnsdóttir, sem nú er að ljúka doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og Guðmundur Ármann, umhverfis- og rekstrarfræðingur.
Abdom 1.0 er fyrsta varan sem Jörth setur á markað. Abdom 1.0 er bætiefni sem eflir þarmaflóruna og hefur græðandi áhrif á meltingarveginn, að því er segir í tilkynningu. Bætiefnið samanstendur af sérhannaðri blöndu meltingargerla sem Jörth hefur þróað. Við þróun vörunnar naut Jörth stuðnings og ráðgjafar vísindateymis.
Blandan samanstendur af 19 tegundum mikróhjúpupraðra góðgerla og er í styrkleika sem er með þeim hæsta sem finnst á Abdom markaði í dag. Grunninnhald Abdom 1.0 á móti meltingargerlum er íslensk broddmjólk sem hefur verið gerjuð og frostþurrkuð.
„Segja má að broddmjólk sé hin sanna ofurfæða enda stútfull af efnum sem hafa verndandi áhrif á meltingarveginn. Með tilkomu Abdom 1.0 er í fyrsta skipti komin vara á almennan neytendamarkað sem inniheldur íslenska broddmjólk.“
„Vísindin eru stöðugt að leiða betur í ljós mikilvægi þarmaflórunnar fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Ég vil nýta reynslu mína sem rannsakandi, fyrirlesari og ráðgjafi til að styðja fólk í vegferð að bættri heilsu og í þeirri stöðugu vegferð að viðhalda góðri heilsu. Þetta er ástæða þess að ég ákvað að stofna Jörth,“ segir Birna.
Hún segist hafa helgað líf sitt rannsóknum og námi í heilbrigðisvísindum bæði hérlendis og erlendis, með áherslu á þarmaflóruna og áhrif hennar á heilsu.