Fjárfestingarbankinn J.P. Morgan Securities er kominn á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Símans og Haga. Bankinn fór með 0,52% hlut í Högum í lok síðasta mánaðar sem er ríflega 400 milljónir að markaðsvirði. Þá fór J.P. Morgan Securities með 0,68% hlut í Símanum sem er hálfur milljarður króna að markaðsvirði.
Viðmælendur Viðskiptablaðsins á fjármálamarkaði segja að erlend fjármálafyrirtæki og miðlarar hafi síðustu mánuði verið að hægt og rólega að kaupa bréf í íslenskum félögum til að undirbúa uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell sem tilkynnt var um í byrjun apríl síðastliðnum. Gera má ráð fyrir að erlendir aðilar hafi einnig keypt hlutabréf annarra íslenskra félaga á lista FTSE Russell.
Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk í þremur jafn stórum skrefum; það fyrsta tekur gildi mánudaginn 19. september næstkomandi. Annað skrefið verður þann 19. desember 2022 og síðasta skrefið 20. mars 2023.
Sjá einnig: Allt að 55 milljarða innflæði vegna uppfærslunnar
Líkt og bent var á í skýrslu Viðskiptaráðs í sumar er áætlað að uppfærslan hafi í för með sér yfir 50 milljarða króna innflæði á íslenska hlutabréfamarkaðinn með aukinni þátttöku erlendra fjárfestingarsjóða.
Fyrir tveimur vikum tilkynnti FTSE Russell um að fimmtán félög verði tekin inn í vísitölur FTSE og að vægi þeirra verður um 0,14% í Emerging All Cap vísitölunni og Global All Cap vísitölunni. Vægi Íslands í fyrrnefndu vísitölunni hefur aukist verulega frá áætlun FTSE í mars.
Íslensku félögin á lista FTSE Russell
Stærðarflokkun |
Stórt |
Stórt |
Stórt |
Meðalstórt |
Meðalstórt |
Meðalstórt |
Meðalstórt |
Meðalstórt |
Meðalstórt |
Meðalstórt |
Lítið |
Lítið |
Lítið |
Örlítið |
Örlítið |