Hluta­bréf í Banda­ríkjunum byrjuðu nokkuð ó­vænt að hækka um mitt ár 2023 og þurftu allir stóru fjár­festinga­bankarnir að upp­færa hag­spár sínar hægt og ró­lega.

Marko Kola­no­vic, aðal­markaðssér­fræðingur JP­Morgan Chase, tví­efldist hins vegar í spá sinni um að efna­hags­kreppa væri handan við hornið og tók stöðu­tökur sam­hliða því.

Ekkert lát hefur verið á bola­markaðinum í Banda­ríkjunum hins vegar og eru allar vísi­tölur í sögu­legum hæðum og af þeim sökum á­kvað JP­Morgan Chase að láta Kola­no­vic fara seint í ­gær­kvöldi.

Sam­kvæmt The Wall Journal hefur Kola­no­vic verið kallaður „Gandalf“ og „hálfur maður – hálfur guð“ af við­skipta­fjöl­miðlum Banda­ríkjanna síðast­liðin ár en hann hefur sögu­lega verið ein­stak­lega lúnkinn á að spá fyrir hvert markaðurinn er að stefna.

Hluta­bréf í Banda­ríkjunum byrjuðu nokkuð ó­vænt að hækka um mitt ár 2023 og þurftu allir stóru fjár­festinga­bankarnir að upp­færa hag­spár sínar hægt og ró­lega.

Marko Kola­no­vic, aðal­markaðssér­fræðingur JP­Morgan Chase, tví­efldist hins vegar í spá sinni um að efna­hags­kreppa væri handan við hornið og tók stöðu­tökur sam­hliða því.

Ekkert lát hefur verið á bola­markaðinum í Banda­ríkjunum hins vegar og eru allar vísi­tölur í sögu­legum hæðum og af þeim sökum á­kvað JP­Morgan Chase að láta Kola­no­vic fara seint í ­gær­kvöldi.

Sam­kvæmt The Wall Journal hefur Kola­no­vic verið kallaður „Gandalf“ og „hálfur maður – hálfur guð“ af við­skipta­fjöl­miðlum Banda­ríkjanna síðast­liðin ár en hann hefur sögu­lega verið ein­stak­lega lúnkinn á að spá fyrir hvert markaðurinn er að stefna.

Stóra efna­hags­kreppan kom þó ekki en sam­kvæmt WSJ spilar einnig inn í að hann lét öll stóru tækni­fyrir­tækin vera síðustu mánuði en gengi þeirra hefur verið að rjúka upp á við.

Sam­kvæmt spá greiningar­deildar JP­Morgan Chase mun S&P 500 vísi­talan lækka um 24% fyrir árs­lok en í síðustu skýrslu sem Kola­no­vic sem starfs­maður bankans, sem birtist í síðustu viku, varaði hann við því að markaðurinn væri af­tengdur raun­veru­leikanum.

Hluta­bréfa­verð og efna­hags­á­standið væri í engu sam­ræmi og minnkandi lausa­fjár­staða fyrir­tækja væri raun­veru­legt á­hyggju­efni.

Sam­kvæmt WSJ er brott­rekstur Kola­no­vic gott dæmi um hversu erfitt það er að vera bjarn­dýr í stórum banka sem reynir að hvetja við­skipta­vini sína til fjár­festinga. Það hjálpar síðan ekki að vera há­vært bjarn­dýr á miðjum bola­markaði.