Hagnaður Miðbæjarhótela/Centerhotels nam 358 milljónum króna í fyrra en tap nam 224 milljónum árið 2022. Tekjur jukust um ríflega 2,7 milljarða milli ára og námu hátt í 9,2 milljörðum.

Hagnaður Miðbæjarhótela/Centerhotels nam 358 milljónum króna í fyrra en tap nam 224 milljónum árið 2022. Tekjur jukust um ríflega 2,7 milljarða milli ára og námu hátt í 9,2 milljörðum.

Hlutafé var aukið um 300 milljónir á árinu og nam eigið fé félagsins um áramótin 399 milljónum, samanborið við neikvætt eigið fé í lok árs 2022 en talsvert tap var af rekstrinum í Covid-faraldrinum.

Félagið er í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra Centerhotels, og Svanfríðar Jónsdóttur en þau eiga einnig félagið Best ehf. sem heldur utan um fasteignir hótelkeðjunnar. Hagnaður Best ehf. nam tæplega einum milljarði króna í fyrra og var félagið með eignir upp á hátt í 19 milljarða.