Tap var af rekstri tryggingatæknifyrirtækisins Verna þriðja árið í röð en tap ársins 2023 nam 317 milljónum. Tap síðastliðna þriggja ára nemur samanlagt 563 milljónum króna en hagnaður var síðast af rekstrinum árið 2020 um tvær milljónir.

Í skýrslu stjórnar segir að uppgjör ársins 2023 litist af starfsemi dótturfélagsins Verna MGA, sem heldur utan um sölu bifreiðatrygginga. Verna lagði félaginu til 327 milljónir árin 2022 og 2023 auk þess að fjárfesta í hugbúnaðarlausnum fyrir 144 milljónir í fyrra. Verna MGA tapaði 108 milljónum í fyrra og 115 milljónum árið þar áður.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði