Tap var af rekstri tryggingatæknifyrirtækisins Verna þriðja árið í röð en tap ársins 2023 nam 317 milljónum. Tap síðastliðna þriggja ára nemur samanlagt 563 milljónum króna en hagnaður var síðast af rekstrinum árið 2020 um tvær milljónir.

Í skýrslu stjórnar segir að uppgjör ársins 2023 litist af starfsemi dótturfélagsins Verna MGA, sem heldur utan um sölu bifreiðatrygginga. Verna lagði félaginu til 327 milljónir árin 2022 og 2023 auk þess að fjárfesta í hugbúnaðarlausnum fyrir 144 milljónir í fyrra. Verna MGA tapaði 108 milljónum í fyrra og 115 milljónum árið þar áður.

Tap var af rekstri tryggingatæknifyrirtækisins Verna þriðja árið í röð en tap ársins 2023 nam 317 milljónum. Tap síðastliðna þriggja ára nemur samanlagt 563 milljónum króna en hagnaður var síðast af rekstrinum árið 2020 um tvær milljónir.

Í skýrslu stjórnar segir að uppgjör ársins 2023 litist af starfsemi dótturfélagsins Verna MGA, sem heldur utan um sölu bifreiðatrygginga. Verna lagði félaginu til 327 milljónir árin 2022 og 2023 auk þess að fjárfesta í hugbúnaðarlausnum fyrir 144 milljónir í fyrra. Verna MGA tapaði 108 milljónum í fyrra og 115 milljónum árið þar áður.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 702 milljónir, þar af var eignfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður 421 milljón, og nam eigið fé 275 milljónum.

Hlutafé var aukið um 420 milljónir króna í sumar til að styrkja fjárhagsstöðu félagsins en hlutafé var einnig aukið um 228 milljónir í fyrra. Áður hafði hlutafé verið aukið um 490 milljónir króna árið 2021. Í dag er félagið GTI ehf. stærsti hluthafinn með 45% hlut en félagið er í eigu Ingva Týs Tómassonar og Guðmundar Pálssonar og Kjartans Arnar Sigurðssonar.