Fyrir um tíu árum síðan lét ÁTVR vinna ítarlegt lögfræðilegt álit á innlendri löggjöf um einkainnflutning og vefverslun með áfengi. Skjalið var útbúið sem trúnaðarskjal og ætlað til notkunar innanhúss hjá ÁTVR á sínum tíma en stofnunin aflétti þó trúnaðinum síðar meir.
Í skjalinu, sem heitir Samantekt um einkainnflutning og netsölu áfengis í atvinnuskyni, innlend löggjöf og samanburður við norrænan rétt, segir að í íslenskum lögum sé „raunverulega hvergi að finna leiðbeiningar um framkvæmd einkainnflutnings og eftirliti er ekkert […] Ekkert bann er berum orðum við milligöngu um útvegun og afhendingu áfengis gegn þóknun.“
Fyrir um tíu árum síðan lét ÁTVR vinna ítarlegt lögfræðilegt álit á innlendri löggjöf um einkainnflutning og vefverslun með áfengi. Skjalið var útbúið sem trúnaðarskjal og ætlað til notkunar innanhúss hjá ÁTVR á sínum tíma en stofnunin aflétti þó trúnaðinum síðar meir.
Í skjalinu, sem heitir Samantekt um einkainnflutning og netsölu áfengis í atvinnuskyni, innlend löggjöf og samanburður við norrænan rétt, segir að í íslenskum lögum sé „raunverulega hvergi að finna leiðbeiningar um framkvæmd einkainnflutnings og eftirliti er ekkert […] Ekkert bann er berum orðum við milligöngu um útvegun og afhendingu áfengis gegn þóknun.“
Í lögfræðiálitinu, sem er hátt í tuttugu síður, segir að réttarstaða hérlendis er varðar netsölu sé óskýr og erfitt sé að spá fyrir um hver teldist gildandi réttur ef reynt yrði á mörk löglegrar at vinnustarfsemi í tengslum við einkainnflutning áfengis og netsölu.
„Það er þó nærtækt að álykta af 1. ml. 1. mgr. 7. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak, […] að milliganga gegn greiðslu um útvegun áfengis sem keypt er í smásölu af ÁTVR væri óheimil. Sambærilega leiðsögn er ekki að finna í lögum um milligöngu um útvegun eða afhendingu áfengis sem flutt er inn til einkanota og engin sérstök lagaákvæði um slíka milligöngu.“
Á þeim tíma er álitið var unnið stafaði ríkisversluninni einungis ógn af Vínhorni, vefverslun ar Frú Laugu, þar sem boðið var upp á vín sem Frú Lauga flutti inn „á grundvelli áfengisinnflutningsleyfis en „tilheyra ekki vöruúrvali verslana ÁTVR“.
Í niðurlagi álitsins er stofnunin hvött til að berjast fyrir hertri löggjöf því núverandi lög væru „gölluð“ þegar kæmi að því að girða fyrir netsölu áfengis.
Arnar Sigurðsson, forstjóri Santewines, ítrekaði nýverið kæru sína gegn ÁTVR fyrir rangar sakargiftir.
Hann segir ljóst af lestri álitsins að stofnuninni var fullljóst að einkaréttur þeirra næði ekki yfir starfsemi innlendra og erlendra netverslana.
Að hans mati var því kæra ÁTVR á hendur Sante ehf. gegn betri vitund forstöðumanna stofnunarinnar.