Veitingastaðurinn Kaffi Kjós, sem hefur verið starfræktur við Meðalfellsveg í Kjós frá árinu 1998, hefur verið seldur og verður húsinu breytt í íbúðarhús.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Kaffi Kjós.
Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir stofnuðu Kaffi Kjós árið 1998 og sáu um rekstur kaffihússins í 24 ár til ársins 2022 þegar þau settu reksturinn á sölu.
Ungt par með börn hafði þá hug á því að kaupa reksturinn en vildu fyrst prófa slíkan veitingarekstur, að því er kemur fram í grein Vísis frá því í janúar sl.
Þau tóku kaffihúsið á leigu og sáu um reksturinn á árunum 2022-2024. Hins vegar hættu þau rekstri sl. haust og var húsið aftur komið á sölu í byrjun þessa árs.