Kaffi­hús Vest­ur­bæj­ar skilaði hagnaði upp á 1,6 milljónir króna í fyrra. Til samanburðar tapaði kaffihúsið 178 þúsund krónum árið 2022.

„Bætt afkoma milli ára skýrist að stærstum hluta af aukinni veltu,“ segir í nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar – kaffihúss ehf..

Kaffi­hús Vest­ur­bæj­ar skilaði hagnaði upp á 1,6 milljónir króna í fyrra. Til samanburðar tapaði kaffihúsið 178 þúsund krónum árið 2022.

„Bætt afkoma milli ára skýrist að stærstum hluta af aukinni veltu,“ segir í nýbirtum ársreikningi Vesturbæjar – kaffihúss ehf..

Rekstrartekjur kaffihússins jukust um 33 milljónir, eða um 15,2%, milli ára og námu 249 milljónum króna í fyrra.

Rekstrargjöld kaffihússins jukust um 14,4% og námu 244 milljónum. Laun og annar starfsmannakostnaður, stærsti kostnaðarliðurinn, nam 123 milljónum samanborið við 102 milljónir árið 2022. Ársverk voru 13 í fyrra samanborið við 12 árið 2022.

Stærsti hluthafi kaffi­húss­ins er fé­lagið Fer­d­inand ehf. með 50% hlut en aðrir hluthafar eiga 15% eða minni hlut.

Ferdinand er í eigu Gísla Marteins Baldurssonar, Péturs Marteinssonar og Ein­ars Arn­ar Ólafs­son­ar, forstjóra Play. Einar Örn er stærsti einstaki hluthafi Kaffihús með 22% óbeinan hlut í gegnum Ferdinand. Gísli Marteinn og Pétur eiga sitthvorn 14% óbeinan hlut í kaffihúsinu.

Opnaði árið 2014

Pétur Marteinsson, einn eigenda kaffihússins, var í viðtali við Eftir vinnu, fylgirit Viðskiptablaðsins lok september 2014, nokkrum dögum fyrir opnunina sem fór fram 6. október 2014.

„Ástæðan fyrir því að við réðumst í þetta er að við búum allir í hverfinu og þetta er eitthvað sem okkur fannst vanta. Grundvallarpælingin var að setja upp kaffihús og bistro þar sem fólk í hverfinu getur komið, hvort sem það er í morgunmat, hádegismat eða á kvöldin og fengið sér kaffi og kruðerí þess á milli.“