Úrvalsvísitalan hækkað um 0,6% í 4,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Sextán félög aðalmarkaðarins hækkuðu í viðskiptum dagsins og fimm lækkuðu.
Fasteignafélagið Kaldalón hækkaði mest af félögum í Kauphöllinni eða um 4,6% í nærri 300 milljóna veltu. Gengi Kaldalóns stendur nú í 22,8 krónum á hlut en þess má þó geta að hlutabréfaverð félagsins féll um 13,8% í júní.
Kaldalón tilkynnti í gær að stjórn félagsins hefði ákveðið að koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum. Félagið áætlar að kaupa allt að 15 milljónir hluta fyrir að allt að 350 milljónir króna á seinni árshelmingi.
Auk Kaldalóns hækkuðu hlutabréf Heima, Hampiðjunnar, Síldarvinnslunnar og Kviku banka um meira en 2% í dag.
Ísfélagið lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 0,8% í 167 milljóna veltu. Gengi Ísfélagsins stendur nú í 118 krónum á hlut og er um 21% lægra en í upphafi árs.