Fast­eigna­fé­lagið Kalda­lón birti í dag um­gjörð um græna fjár­mögnun fé­lagsins en mark­mið Kalda­lóns er að geta gefið út græn skulda­bréf (Green Financing Fram­ework).

Kaldalón verður með útgáfunni sjötta skráða félagið til að gefa út græn bréf en ásamt bönkunum hafa Heimar og Brim gefið út slík bréf.

Um­gjörð Kaldalóns byggir á al­þjóð­legum við­miðum (e. Green Bond Princip­les) sem International Capi­tal Market Association (ICMA), Al­þjóða­sam­tök aðila á verð­bréfa­markaði, hafa sett saman. Verk­efni Kaldalóns sem verða fjár­mögnuð með grænu út­gáfunni þurfa að upp­fylla skil­yrði um­gjarðarinnar.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynninguer mark­miðið að fjár­magna eða endur­fjár­magna um­hverfis­vottaðar fast­eignir fé­lagsins á­samt því að ráðast í um­hverfis­vænar fjár­festingar og önnur verk­efni í sam­ræmi við stefnu fé­lagsins.

„Í dag birtir Kalda­lón um­gjörð um græna fjár­mögnun. Árið 2023 gaf fé­lagið í fyrsta skipti út grunn­lýsingu vegna 30 milljarða út­gáfuramma skulda­bréfa og víxla. Fé­lagið gefur í dag út fyrsta græna fjár­mögnunarra­mma fé­lagsins og mun í fram­haldi gefa út græn skulda­bréf á markaði.

Græn skulda­bréf eru liður í fjár­mögnun um­hverfis­vænna fjár­festinga okkar á borð við um­hverfis­vottaðar fast­eignir. Út­gáfan er í sam­ræmi við mark­mið Kalda­lóns um um­hverfis­vernd og sjálf­bærni,” segir Jón Þór Gunnars­son, for­stjóri Kalda­lóns.

Susta­ina­lytics vottaði um­gjörð Kalda­lóns. Út­gáfa grænna skulda­bréfa hefur stór­aukist á síðustu árum og fór yfir 200 milljarða í fyrra.

Nýr ESB-staðall fyrir græn skulda­bréf var inn­leiddur í lög hér­lendis í fyrra en sam­kvæmt sér­fræðingum á skulda­bréfa­markaði mun að öllum líkindum myndast tví­skiptur markaður með græn skulda­bréf og ESB-vottuð græn skulda­bréf.

Ráð­stöfun á grænum skulda­bréfum hér­lendis fer lang­mest í um­hverfis­vottaðar byggingar, endur­nýjan­lega orku og í orku­skipti í sam­göngum.

Hægt er að lesa umfjöllun Viðskiptablaðsins um græn bréfhér.