Fjárfestingarfélagið Kaldbakur hagnaðist um 9,5 milljarða króna á árinu 2023, sem var fyrsta heila starfsár félagsins sem sjálfstætt fjárfestingarfélag en áður var það hluti af samstæðu Samherja.

Eigið fé samstæðu Kaldbaks í árslok 2023 nam 35,5 milljörðum króna, að því er kemur fram í tilkynningu á vef félagsins í tilefni af því að aðalfundur þess var haldinn í dag.

Fjárfestingarfélagið Kaldbakur hagnaðist um 9,5 milljarða króna á árinu 2023, sem var fyrsta heila starfsár félagsins sem sjálfstætt fjárfestingarfélag en áður var það hluti af samstæðu Samherja.

Eigið fé samstæðu Kaldbaks í árslok 2023 nam 35,5 milljörðum króna, að því er kemur fram í tilkynningu á vef félagsins í tilefni af því að aðalfundur þess var haldinn í dag.

Eignasafn Kaldbaks inniheldur m.a. eignarhluti í fyrirtækjum sem starfa á dagvöru- og eldsneytismarkaði, fjármála- og tryggingamarkaði auk fyrirtækja sem þjónusta matvælaframleiðslu og stórar vindmyllur til hafs.

Eignir Kaldbaks eru bæði í skráðum sem óskráðum eignum og eru hlutfall erlendra eigna um 40% af heildareignum félagsins. Meðal helstu eigna félagsins er 7,8% eignarhlutur í smásölufyrirtækinu Högum.

Fram kemur að helstu verkefni liðins árs voru umbreyting á eignum félagsins í Færeyjum. Kaldbakur eignaðist í fyrra 5% hlut í færeyska bankanum BankNordik.

Kaldbakur festi í ár kaup á öllu hultafé í Optimar AS í Noregi. Fyrir á Kaldbakur eignarhluti í Slippnum Akureyri og Kælismiðjunni Frost á Akureyri.

„Fyrsta heila starfsár Kaldbaks er að baki. Félagið fékk í heimanmund fyrrum fjárfestingaeignir Samherja sem félagið hafði fjárfest í yfir langt árabil og mynda þær traustan eignagrunn Kaldbaks,“ segir Eiríkur S Jóhannsson, forstjóri Kaldbaks ehf.

„Ég tel að starfsfólk Kaldbaks hafi unnið vel úr þessum eignum á liðnu ári og gert félagið vel í stakk búið til að gera sig gildandi á alþjóðlegum fyrirtækjamarkaði Við leggjum áherslu á að vera fjárfestir sem ljáir rödd sína og reynslu í þau verkefni sem það tekur þátt í.“

Helstu eignir Kaldsbaks ehf. eru eignarhlutir í:

  • REM Offshore Holding A.S.
  • Optimar A.S.
  • Føroya Banki
  • Hagar hf.
  • Hrólfsker ehf. (Sjóvá)
  • Slippurinn Akureyri ehf.
  • Jarðboranir ehf.

Á aðalfundinum í dag var stjórn félagsins endurkjörin, en hana skipa Steingrímur H Pétursson (formaður), Dagný Linda Kristjánsdóttir (varaformaður), Katla Þorsteinsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Björk Þórarinsdóttir.