Laxeldisfyrirtækið Kaldvík hefur gert óskuldbindandi samkomulag um möguleg kaup upp á 190 milljónir norskra króna, eða um 2,3 milljarða króna, fyrir nokkrar lykileignir í virðiskeðju fiskeldisiðnaðarins á austurströnd Íslands, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Aðilar á söluhliðinni eru Heimstø AS - sem er stýrt af Måsøval samstæðunni og er óbeint í geignum Austur Holding AS eigandi 55,3% hlutar í Kaldvík – og Ósnes ehf., félag í eigu Elísar Grétarssonar, forstjóra Búlandstinds ehf., og Birgis Guðmundssonar.
Meðal eigna sem Kaldvík hyggst kaupa er allt hlutafé í Djúpskel ehf., sem hét áður BEWI EPS ehf., framleiðanda fiskikassa í Djúpavogi. Djúpskel í eigu er Ósval ehf., sem er í 53,6% eigu Heimstø og 46,4% eigu Ósness ehf.
Þá hyggst Kaldvík kaupa allt hlutafé í Mossa ehf., sem á fasteignir sem hýsa starfsemi Djúpskeljar í Djúpavogi.
Í þriðja lagi er Kaldvík að kaupa eftirstandandi þriðjungshlut í fiskvinnslufyrirtækinu Búlandstindi ehf. á Djúpavogi af Ósvali ehf. en Kaldvík átti fyrir 67,7% hlut í félaginu og eignast þar með allt hlutafé í Búlandstindi, gangi kaupin eftir.
Roy-Tore Rikardsen, forstjóri Kaldvíkur, segir að gert sér ráð fyrir að viðskiptin muni stuðla að því að draga úr kostnaði við umbúðavinnslu um ríflega 1,5 norskrar krónur á hvert kíló af uppskeru.
Nánar er sundurliðað hvernig kaupverðið skiptist á ofangreindar eignir í Roy-Tore Rikardsen, Kaldvíkur.