Forstjórar stóru bandarísku flugfélaganna kalla nú eftir því að bandarísk stjórnvöld haldi sinni stefnu og aflétti grímuskyldu í flugi í næstu viku, þrátt fyrir að meirihluti Bandaríkjamanna séu hlynntir því að hún verði áfram í gildi. Financial Times greinir frá.
Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur tilvikum þar sem farþegar hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun eða verið með ógnandi tilburði gagnvart áhöfnum fjölgað, samkvæmt Flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna (FAA). Á síðasta ári tengdust 72% af tilkynntum atvikum af þessum toga grímuskyldunni. Samtals voru lagðar á sektir fyrir 5 milljónir dala, eða um 640 milljónir króna, fyrir slíka hegðun.
Á mánudaginn næsta mun tilskipun bandaríska stjórnvalda um grímuskyldu í almenningssamgöngum renna sitt skeið. Forstjórar American Airlines, United Airlines og Delta voru meðal þeirra sem skrifuðu undir bréf til Joe Biden Bandaríkjaforseta og sögðu núverandi reglur ekki vera í samræmi við núverandi landslag í farsóttarmálum.
„Það er lítið vit í því að fólk sé skylt til að klæðast grímum í flugvélum en á sama tíma má það getur það safnast saman á fjölmennum veitingastöðum, skólum og íþróttaviðburðum án grímna,“ skrifaði einn forstjórinn. Forstjórarnir ítrekuðu einnig að starfsmenn væru undir miklu álagi að framfylgja grímuskyldunni.
Mörg lönd hafa fellt grímuskylduna úr gildi. Grímuskylda í flugi Icelandair varð valkvæð á ákveðnum flugleiðum frá og með 23. mars síðastliðnum en samkvæmt heimasíðu Play ber farþegum og áhöfn enn að vera með andlitsgrímu á meðan flugi stendur.