Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi stjórnarformaður Isavia, telur óhjákvæmilegt að auka hlutafé félagsins ef metnaðarfull uppbyggingaráætlun á Keflavíkurflugvelli á að haldast óbreytt. Forstjóri Isavia, Sveinbjörn Indriðason, segir þörf á hlutafjáraukningu á árunum 2026-2028.

Þetta kom fram á aðalfundi Isavia sem fór fram í dag.

Isavia greindi í byrjun vikunnar frá því að samstæðan hefði hagnast um 5,2 milljarða króna árið 2024 samanborið við 2,1 milljarð árið áður. Eigið fé samstæðunnar var um 49,3 milljarðar króna í árslok 2024 og eiginfjárhlutfallið um 42,9%.

„Þrátt fyrir góðan rekstur og afkomu móðurfélags Isavia á síðasta ári og metnaðarfullar rekstraráætlun fyrir þetta ár þá er umfang nauðsynlegra framkvæmda af þeirri stærðargráðu að efnahagsreikningur félagsins mun ekki standa undir þeim framkvæmdakostnaði sem þarf til að ná núverandi markmiðum sem við höfum sett fyrir Keflavíkurflugvöll með áframhaldandi styrkingu flugtenginga að leiðarljósi,“ sagði Kristján Þór í ávarpi sínu.

„Þetta með öðrum orðum þýðir það, að öðru óbreyttu, að uppbyggingaráætlun félagsins er það metnaðarfull í tíma og kostnaði að það er óhjákvæmilegt ef það á að halda henni óbreyttri að styrkja félagið með auknu hlutafé.“

Kristján Þór, sem hefur verið stjórnarformaður Isavia frá árinu 2022, sagði að í ljósi ofangreinds vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr að eigendafyrirsvar félagsins, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, kunni skil á nýuppfærðri stefnumörkun móðurfélags Isavia varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í dag var gerðar miklar breytingar á fimm manna stjórn félagsins en fjórir einstaklingar komu nýir inn í stjórnina.

Kristján Þór sagði að nýrrar stjórnar bíði það verkefni að upplýsa eigendafyrirsvarið vandlega um áætlanir félagsins og gefa hluthafanum þannig góðan grunn til að taka upplýsta ákvörðun um framtíðaráform Isavia.

Fyrst áhersla á aukin afköst, nú á bætta þjónustu

Isavia hóf fyrir nokkrum árum umfangsmikla uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli til að bæta afkastagetu vallarins. Um er að ræða framkvæmdir sem hlaupa á yfir hundrað milljarða króna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði