Lyfjastofnun Danmerkur hefur farið fram á að eftirlitsaðilar í Evrópu taki til skoðunar hvort orsakasamhengi sé milli þyngdarstjórnunarlyfsins Ozempic og sjaldgæfa augnsjúkdómsins NAION, sem getur leitt til blindu.

Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna frá Háskólanum í Suður-Danmörku benda til að líkur séu á að einstaklingar sem taka Ozempic séu tvisvar sinnum líklegri til að fá sjúkdóminn. Fyrr á árinu var greint frá því í rannsókn frá Harvard-háskóla að mögulega væru tengsl þar á milli.

Novo Nordisk, framleiðandi Ozempic, hefur gefið það út að yfirferð á rannsóknunum hafi ekki breytt því að kostir lyfsins væru meiri en möguleg áhætta.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.