Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað til samráðs um hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana undir yfirskriftinni Verum hagsýn í rekstri ríkisins.

Opið verður fyrir innsendingar í Samráðsgátt til 23. janúar og í kjölfarið mun starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins fara yfir allar ábendingar sem berast.

„Niðurstöður vinnunnar verða nýttar við að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins. „Ríkisstjórnin mun kynna frekari fyrirætlanir á næstu vikum sem miða að því að hagræða í ríkisrekstri.”

Ráðuneytið segir umsagnaraðila geta haft eftirfarandi atriði í huga:

  • Hvar og hvernig má hagræða í rekstri ríkisins?
  • Myndum við verja opinberu fé í sömu verkefni og með sama hætti ef við værum að byrja frá grunni?
  • Hvar má stokka upp eða breyta forgangsröðun?
  • Eru dæmi um sóun hjá hinu opinbera sem auðvelt væri að taka á?

Bent er á að áætlað er að árið 2025 verði útgjöld íslenska ríkisins um 1.550 milljarðar króna