Samkeppniseftirlit Kanada hefur kært Google fyrir brot gegn samkeppnislögum en fyrirtækið mun hafa viðhaldið markaðseinokun með því að nota stilla auglýsingahugbúnað sinn á þann hátt að vörur Google verði alltaf fyrir valinu.
Stofnunin hefur lagt fram umsókn til dómstóla til að krefja Google um að selja auglýsingahugbúnað sinn en fyrirtækið þvertekur fyrir að um brot sé að ræða.
Málið snýst um vefauglýsingar Google en fyrirtækið mun hafa nýtt sér markaðsstöðu sína til að kaupa og selja auglýsingapláss í gegnum sjálfvirk uppboð.
„Með því að taka margar útreiknaðar ákvarðanir yfir margra ára tímabil hefur Google náð að útiloka samkeppnisaðila sína og fest sig í sessi sem miðpunktur auglýsinga á netinu í Kanada,“ segir í tilkynningu frá kanadíska samkeppniseftirlitinu.