Hluta­bréf í Barcla­ys banka opnuðu 3% lægra í Kaup­höllinni í Lundúnum í dag eftir að Bloom­berg greindi frá því að þjóðar­sjóður Katar (e. Qatar Invest­ment Aut­ho­rity), einn stærsti hlut­hafi í bankanum, væri að selja helming bréfa sinna í breska bankanum.

Sam­kvæmt Bloom­berg er QIA að setja um 361,7 milljón hluti á sölu en á­ætlað er sjóðurinn fái í kringum 644 milljónir dala fyrir hlutina, sem sam­svarar ríf­lega 90 milljörðum króna.

Verðbilið er sagt ekki nema 141 til 142.98 pens en Katararnir vilja ekki bjóða bréfin með af­slætti. Dagsloka­gengi bankans í gær var ná­kvæm­lega 142.98 pens.

Hluta­bréf Barcla­ys opnuðu í 136,5 pensum en hafa síðan náð jafn­vægi í kringum 139,5 pens.