Qatar Airways hefur langt komið með að kaupa hlut í Airlink, stærsta flugfélagi Suður-Afríku og einu stærsta flugfélagi Afríku, samkvæmt heimildum Finacial Times.

Hin áformaða fjárfesting er sögð stórt skref í metnaðarfullri sókn Qatar Airways, sem er alfarið í eigu katarska ríkisins, í Afríku. Heimildarmenn FT segja að viðskiptin séu þó ekki frágengin.

Qatar Airways hefur langt komið með að kaupa hlut í Airlink, stærsta flugfélagi Suður-Afríku og einu stærsta flugfélagi Afríku, samkvæmt heimildum Finacial Times.

Hin áformaða fjárfesting er sögð stórt skref í metnaðarfullri sókn Qatar Airways, sem er alfarið í eigu katarska ríkisins, í Afríku. Heimildarmenn FT segja að viðskiptin séu þó ekki frágengin.

Forstjóri Qatar Airways, Badr Mohammed Al Meer, tjáði blaðamönnum í vikunni að flugfélagið var á lokastigum fjárfestingarferlis um kaup í afrísku flugfélagi, án þess að nefna Airlink á nafn.

Hann sagði sunnanverða Afríku vera síðast púslið í útrás flugfélagsins i Afríku en Qatar Airways hefur þegar hafið samstarf við Royal Air Maroc og hyggst kaupa 49% hlut í RwandAir.

Floti Airlink, sem hóf flugrekstur árið 1995, inniheldur 66 flugvélar. Árlegur fjöldi farþega er yfir 3 milljónir en félagið flýgur til fleiri en fimmtán Afríkulanda sunnan Sahara.