Því hefur verið lýst þannig af sveitarstjórnarmönnum að ekki einu sinni Villi Birgis og [liðið í kringum hann], að því hafi dottið það í hug. Það var enginn að biðja um þetta heldur hafi þetta verið hugmynd Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem hefur verið að berjast fyrir þessu í áratugi frá því að hún var sjálf í borgarmálunum. Hún hafi bara stungið upp á þessu. Menn hafi bara gapað yfir þessu og sögðu bara „jú jú, why not“.“

Þetta segir Sigríður Á. Andersen, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjasta hlaðvarpsþætti Chess after Dark.

„Þessi hugmynd um að hafa fríar skólamáltíðir hefur verið að grassera lengi. [Það hefur] verið mikið áhugamál Vinstri grænna og vinstrimanna að bjóða upp á frían skólamat.“

Því hefur verið lýst þannig af sveitarstjórnarmönnum að ekki einu sinni Villi Birgis og [liðið í kringum hann], að því hafi dottið það í hug. Það var enginn að biðja um þetta heldur hafi þetta verið hugmynd Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem hefur verið að berjast fyrir þessu í áratugi frá því að hún var sjálf í borgarmálunum. Hún hafi bara stungið upp á þessu. Menn hafi bara gapað yfir þessu og sögðu bara „jú jú, why not“.“

Þetta segir Sigríður Á. Andersen, fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í nýjasta hlaðvarpsþætti Chess after Dark.

„Þessi hugmynd um að hafa fríar skólamáltíðir hefur verið að grassera lengi. [Það hefur] verið mikið áhugamál Vinstri grænna og vinstrimanna að bjóða upp á frían skólamat.“

Í nýjum aðgerðapakka stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga er kveðið á um að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 og til loka samningstímans. Áætlaður kostnaður er um 5 milljarðar króna á ári en ríkið og sveitarfélög munu útfæra verkefnið í sameiningu fyrir lok maí 2024.

Katrín Jakobsdóttir sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna sé „einn þeirra þátta sem forystufólk verkalýðshreyfingarinnar lagði hvað ríkasta áherslu á“.

Í grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins í Morgunblaðinu er einnig fjallað um hvernig gjaldfrjálsar skólamáltíðir urðu allt í einu meginkrafan í kjaraviðræðum en í upphafi hafi þær snúið að hóflegum gjaldskrárhækkunum „sem sveitarfélög hugðust öll bregðast við“. Andstaða fulltrúa sveitarfélaga hafi nánast verið einróma „enda lá fyrir að hér væri ráðskast með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga er snýr að mikilvægri þjónustu, eins og skólamáltíðum“.

Sóun blasi við - hvar eru sjálfbærnifræðingarnir?

Sigríður segir að það blasi við að þessi ráðstöfun muni leiða af sér sóun, meðal annars matarsóun. Það séu helst þeir sem reka skólaeldhús sem fagni þessari aðgerð.

„Ég spyr, hvar eru allir sjálfbærni- og grænflaggafræðingarnir þegar maður þarf á þeim að halda? Það heyrist ekki í þeim núna.“

Hún gerir ráð fyrir að 90-95% grunnskólabarna, jafnvel hærra hlutfall, búi ekki við þannig heimilisaðstæður að heimilið geti ekki séð þeim fyrir hádegisverði. Úrræði séu til staðar fyrir þau börn sem búi við verstu heimilisaðstæðurnar. Ofangreind ráðstöfun stjórnvalda um gjaldfrjálsar skólamáltíðir styðji því ekki beint við það fólk sem virkilega þarf á aðstoð að halda.

Hún vitnar í Stefán Jón Hafstein, fyrrum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem hafi verið spurður um gjaldfrjálsar skólamáltíðir þegar hann sat í borgarstjórn.

„Hann lét þau ummæli falla, sem mér fannst alveg ágætt, að það kæmi ekki til greina að gefa börnum sem eru keyrð í skólann á Land Cruiser ókeypis mat í skólanum á kostnað skattgreiðenda,“ segir Sigríður. „Ég held að þetta sjónarmið eigi alveg ágætlega við enn þá, ef ekki betur, af því að hagur fólks hefur vænkast hér á Íslandi, það er alveg ótvírætt.“

Þarf að brjóta upp skylduaðildina

Síðar í þættinum var rætt nánar um íslenska vinnumarkaðinn. Sigríður sagði eina meinsemd í íslensku efnahagslífi vera de facto skylduaðild að verkalýðsfélögum.

„Það þarf að brjóta þetta módel upp til hagsbóta fyrir launamanninn. Það gengur auðvitað ekki að fólk sé skyldugt til að vera í verkalýðsfélagi sem mörg hver í sívaxandi mæli eru farin að beita sér í pólitískum málum og haga sér eins og ráðherrar í míní-ríkisstjórn,“ segir Sigríður.

„Þannig er t.d. komið fram í þessum kjaraviðræðum. Þetta er einhvern veginn orðið ríki í ríkinu. [Verkalýðsfélögin] bara setja einhverjar kröfur og ríkisstjórnin, forsætisráðherra og aðrir, þeir bara einhvern veginn sitja og standa eins og þessi verkalýðshreyfing segir þeim.“

Margir félagsmenn hafi ef til vill engan áhuga á stefnumálum verkalýðsfélaganna og allt aðrar skoðanir en forystumenn þeirra um kjaramál eða önnur atriði sem þau hafa beitt sér fyrir.

Sigríður segir að þeir einstaklingar sem hyggjast segja sig úr sínu verkalýðsfélagi fái gjarnan svör um að þeir verði teknir af félagaskrá, það sé engin skylduaðild, en þeim beri þó áfram að greiða félagsgjöld.

„Þú þarft alltaf að borga félagsgjald ef þú ert á einhverjum tilteknum markaði. [Verkalýðsfélögin] túlka það þannig að þú þarft ekki að vera félagi en borgar samt.“

Sigríður segir að við vinnulöggjöfin sé ævaforn að þessu leyti. Hún kallar eftir því að löggjöfin verði brotin upp, einkum með það að markmiði að gefa fólki frelsi til þess að velja, í fyrsta lagi hvort það vilji vera í verkalýðsfélagi og í öðru lagi hjá hvaða verkalýðsfélagi það vill vera í.

Starfa í skjóli sístækkandi hlut útlendinga

Hvað varða umboð forystumanna stærstu verkalýðsfélaganna, þá segist Sigríður hafa það á tilfinningunni að þau æði að einhverju leyti áfram í skjóli þess að sístækkandi hlutur félagsmanna séu útlendingar.

„Maður hefur séð það nánast í fréttunum [að það er] bara farið inn á vinnustaðina og einhverjir útlendingar dregnir út af vinnustöðunum til þess að kjósa, um verkfall til dæmis.“

Að öðru leyti sé kosningarþátttaka í atkvæðagreiðslum verkalýðsfélaganna mjög lítil meðal þeirra sem hafi kannski kynnt sér málin betur.

„Það má ekki misskilja mig, ég held að verkalýðsfélög geti alveg haft góðu og mikilvægu hlutverki að gegna. Ég held að þau gætu alveg staðið ein og sér þótt þau væru ekki með þessa de facto skylduaðild,“ segir Sigríður.

„Ég held að þessir verkalýðsforingjar í dag og verkalýðsforingjar framtíðarinnar þurfi að undirbúa sig undir það að það verði breyting á þessu. Ég myndi segja að þetta væri ákveðið forgangsmál til framtíðar að þingið setji undir sig hausinn og fari að vinna í þessu með markvissum hætti.“

Sigríður ræðir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og kjarasamninga frá 16:50-21:40 og 42:00-47:15.