Undir lok síðasta árs var tilkynnt um kaup Myllunnar–Ora ehf. á öllu hlutafé í Gunnars ehf. sem framleiðir majónes, sósur og ídýfur og var í 100% eigu Kleópötru Stefánsdóttur.
Kaupin, sem fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaganna, voru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins sem hefur nú með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum gefið það út að ekki séu forsendur til að stofnunin hafist frekar að í málinu.
Von er á formlegri tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu vegna þessarar niðurstöðu innan skamms, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður seljanda, Gunnars ehf., vildi aðspurður ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi.
Myllan-Ora fékk í síðasta mánuði undanþágu frá SKE til að taka yfir daglegan rekstur Gunnars meðan samrunatilkynning félaganna var til meðferðar hjá eftirlitinu vegna fjárhagsstöðu majónesframleiðandans.