Magellan Group, eignastýringarfélag frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur fest kaup á 90% hlut í Danmarks Skibskredit (e. Danish Ship Finance) fyrir ríflega 700 milljónir evra, eða sem nemur ríflega 105 milljörðum króna.

Magellan Group, eignastýringarfélag frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur fest kaup á 90% hlut í Danmarks Skibskredit (e. Danish Ship Finance) fyrir ríflega 700 milljónir evra, eða sem nemur ríflega 105 milljörðum króna.

Eins og nafn félagsins gefur til kynna sérhæfir það sig í lánveitingum til skipaiðnaðarins. Rætur Magellan liggja í sjótengdum þjónustuiðnaði en markmið kaupanna er að gera félagið enn meira gildandi í ráðgjafar- og þjónustuhluta skipaiðnaðarins að sögn fjárfestingastjórans Ahmed Omar.

Danmarks Skibskredit er rótgróið félag sem hefur verið starfandi í á sjöunda áratug og var í fyrstu ríkisrekin lánastofnun.

Magellan kaupir 90% hlutinn af fjárfestingarfélaginu Axcel og tveimur dönskum lífeyrissjóðum, sem keyptu í sameiningu Danmarks Skibskredit fyrir um 613 milljónir dala árið 2016.