Styrkás hf., félag í 63,4% eigu SKEL fjár­festingafélags hf., undir­ritaði í dag sam­komu­lag um helstu skilmála kaup­samnings vegna kaupa á 100% hluta­fjár í Hringrás ehf.

Selj­endur í við­skiptunum eru TF II slhf., fram­taks­sjóður í stýringu Lands­bréfa, sem fer með 60% eignar­hlut í Hringrás og Hóps­nes ehf. 40%.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu eru fyrir­huguð kaup liður í áætlunum Styrkás um að um­hverfisþjónusta verði eitt kjarna­sviða félagsins í þjónustu við at­vinnulífið á Ís­landi.

Í sam­komu­laginu er gert ráð fyrir því að heildar­virði (e. enterprise valu­e) Hringrásar sé 6,3 milljarðar en heildar­virði geti orðið allt að 6,5 milljarðar ef árangur­sviðmiðum er náð.

„Kaup­verð eigin fjár (e. equity valu­e) mun ráðast af stöðu nettó vaxta­berandi skulda og áætlaðra eftir­stöðva fjár­festinga á viðmiðunar­degi. Allt kaup­verðið verður greitt með nýjum hlutum í Styrkási. Verð nýrra út­gefinna hluta í Styrkási í við­skiptunum miðast við að eigin­fjár­virði Styrkás sé 20.470.000.000 kr. Áætlað er að selj­endur eignist á bilinu 9,7-10,7% hlut í Styrkási eftir kaupin,“ segir í til­kynningunni.

Áætlaður hagnaður Hringrásar fyrir af­skriftir, skatta og fjár­magns­liði er 244 milljónir árið 2024.

Bók­fært virði fasta­fjár­muna Hringrásar að loknum fjár­festingum nemur 6,2 til 6,4 milljörðum og eigið fé félagsins er 2,3 milljarðar.

Hagnaður fyrir af­skriftir (EBITDA) Hringrásar á tíma­bilinu 2021-2023 var að meðaltali tæp­lega 500 milljónir króna.

„Þegar fram­kvæmdum á lóð og flutningi á starf­semi Hringrásar er lokið er lagt til grund­vallar við kaupin að hagnaður félagsins fyrir af­skriftir (EBITDA) verði yfir 1 milljarður króna. Sam­komu­lagið er meðal annars gert með fyrir­vara um gerð áreiðan­leikakönnunar, gerð kaup­samnings, endan­legt samþykki stjórnar- og hlut­hafa­fundar og samþykki Sam­keppnis­eftir­lits,“ segir í til­kynningunni.

Að teknu til­liti til við­skipta­verðs er áætlað virði eignar­hlutar SKEL í Styrkási 12,9 milljarða króna virði en bók­fært verð hluta­fjár SKEL í Styrkási í hálfsárs­upp­gjöri SKEL var 9,6 milljarða króna virði.

Sam­kvæmt til­kynningu færa kaup Styrkáss á Hringrás félagið einnig nær settu marki um vöxt í að­draganda skráningar félagsins í kaup­höll fyrir lok árs 2027.