Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur samþykkt að kaupa eignir af þýska hátæknifyrirtækinu Manz AG, sem var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta.

Samkomulagið felur m.a. í sér að Tesla Automation GmbH, dótturfélag Tesla í Þýskalandi, tekur við 300 starfsmönnum síðarnefnda Manz í Reutlingen. Þýska fyrirtækið sérhæfir sig í tæknilausnum m.a. fyrir bílaiðnaðinn og rafhlöðugeirann. Gert er ráð fyrir að um hundrað starfsmenn Manz missi vinnuna.

Í umfjöllun Reuters segir að samkomulagið marki útvíkkun á starfsemi Tesla í Þýskalandi en bílaframleiðandinn rekur stóru framleiðslustöð skammt frá Berlín. Ákvörðunin sé tekin þrátt fyrir að stórir stjórnmálaflokkar í Þýskalandi neiti að starfa með þjóðernisflokknum AfD, sem Elon Musk, forstjóri Tesla, studdi í nýafstöðnum þingkosningum.

Í dag var greint frá því að sala Tesla í Evrópu hefði dregist saman um 45% milli ára. Í Þýskalandi dróst salan saman um 60% milli ára.

Hlutabréfaverð Tesla hefur fallið um meira en 8% í dag og er markaðsvirði félagsins komið undir eitt þúsund milljarða dala.