Reitir og Kjölur fast­eignir hafa undir­ritað sam­komu­lag um kaup Reita á fast­eignum að Njarðar­völlum 4 í Reykja­nes­bæ og Lóns­braut 1 í Hafnar­firði.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu er húsið að Njarðar­völlum 2.338 fm. að stærð og hýsir eignin Nes­velli dag­völ aldraðra í Reykja­nes­bæ. Leigu­samningur er við Reykja­nes­bæ til 2038.

Reitir og Kjölur fast­eignir hafa undir­ritað sam­komu­lag um kaup Reita á fast­eignum að Njarðar­völlum 4 í Reykja­nes­bæ og Lóns­braut 1 í Hafnar­firði.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu er húsið að Njarðar­völlum 2.338 fm. að stærð og hýsir eignin Nes­velli dag­völ aldraðra í Reykja­nes­bæ. Leigu­samningur er við Reykja­nes­bæ til 2038.

„Kaup hús­næðis dag­dvalarinnar á Nes­völlum markar fyrsta skrefið í vaxtar­veg­ferð Reita innan nýrra sam­fé­lags­lega mikil­vægra eigna­flokka. Sem stærsta fast­eigna­fé­lag landsins á sviði at­vinnu­hús­næðis búa Reitir yfir gífur­legri reynslu og þekkingu á rekstri og við­haldi hús­næðis. Við lítum á það sem okkar hlut­verk og á­byrgð að beina okkar kröftum til upp­byggingar og eflingar þeirra sam­fé­lags­legu inn­viða sem sam­fé­lagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjár­festingar í eignum sem svara breyttri aldurs­sam­setningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunar­heimila og lífs­gæða­kjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningunni er Lóns­braut 1 Hafnar­firði 1.725 fm. að stærð.

Fast­eignin hýsir fisk­vinnslu Hólma­skers ehf. sem er dóttur­fé­lag Vinnslu­stöðvarinnar sem er með leigu­samning til 2033.

„Heildar­virði þessara tveggja fast­eigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjár­mögnuð með hand­bæru fé og láns­fé. Leigu­tekjur á árs­grunni nema rúm­lega 160 m.kr. Kaupin leiða til þess að á­ætlaður rekstrar­hagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 m.kr. á árs­grund­velli,” segir í til­kynningunni.

Sam­kvæmt samningum er á­ætlaður af­hendingar­tími eignanna eigi síðar en 1. ágúst nk.

Fyrir­varar eru gerðir um niður­stöður hefð­bundinna á­reiðan­leikakannana, af­léttingu for­kaups­réttar að Lóns­braut 1 og sam­þykki stjórnar Reita fyrir kaupunum.

Reitir kaupa ÞEJ fast­eignir ehf.

Sam­hliða þessu gekk Reitir frá kaupum á ÞEJ fast­eignum ehf., fé­lagi sem á tæp­lega 3.100 fm. verslunar­hús­næðis við Fáka­fen 11, Faxa­fen 12, Skóla­vörðu­stíg 10, Lauga­veg 32 og Lauga­veg 86-94.

Sam­kvæmt til­kynningu hýsir hús­næðið ýmsa leigu­taka, þ. á m. veitinga­staðinn Saffran.

„Heildar­virði er 1.150 m.kr. og eru kaupin að fullu fjár­mögnuð með hand­bæru fé og láns­fé. Leigu­tekjur á árs­grunni nema rúm­lega 110 m.kr. Kaupin leiða til þess að á­ætlaður rekstrar­hagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 m.kr. á árs­grund­velli. Af­hending eignanna fór fram síðast­liðin mánaða­mót.