Fasteignafélagið Kaldalón hefur náð samkomulagi um kaup á fasteigninni Skógarhlíð 18 í heild sinni, sem er um 1.938 fermetrar, fyrir 1.000 milljónir króna sem greitt er fyrir með reiðufé. Fasteignin hefur hýst starfsemi ferðaskrifstofunnar Primera, sem átti og rak Heimsferðir og TerraNova. Arion banki, sem tók yfir rekstur arftaka Primera árið 2019, er seljandi fasteignarinnar.

Undirritaður hefur verið samningur við Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir (FSRE) fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á stærstum hluta húsnæðisins. Áætluð afhending á grundvelli þess leigusamnings er sumarið 2023. Í svörum frá Heilsugæslunni segir að til standi að flytja starfsemi Heilsugæslunnar Hlíðum frá Drápuhlíð í Skógarhlíðina.

„Kaldalón hf. tekur á sig alla framkvæmdaáhættu vegna nauðsynlegra breytinga á Skógarhlíð 18 samkvæmt leigusamningnum við FSRE. Af þessum sökum er heildarfjárfesting ekki þekkt á þessu stigi þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar,“ segir í tilkynningu sem Kaldalón sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi.

Kaldalón segir að eignin verði tekjuberandi frá afhendingu til FSRE. Fasteignafélagið gerir ekki ráð fyrir verulegum breytingum á heildararðsemi fasteignasafns síns vegna kaupanna.

Heilsugæslan Hlíðum flytur á næsta ári úr Drápuhlíð 14-16.
Heilsugæslan Hlíðum flytur á næsta ári úr Drápuhlíð 14-16.

Fasteignafélagið Kaldalón hefur náð samkomulagi um kaup á fasteigninni Skógarhlíð 18 í heild sinni, sem er um 1.938 fermetrar, fyrir 1.000 milljónir króna sem greitt er fyrir með reiðufé. Fasteignin hefur hýst starfsemi ferðaskrifstofunnar Primera, sem átti og rak Heimsferðir og TerraNova. Arion banki, sem tók yfir rekstur arftaka Primera árið 2019, er seljandi fasteignarinnar.

Undirritaður hefur verið samningur við Framkvæmdasýsluna – Ríkiseignir (FSRE) fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á stærstum hluta húsnæðisins. Áætluð afhending á grundvelli þess leigusamnings er sumarið 2023. Í svörum frá Heilsugæslunni segir að til standi að flytja starfsemi Heilsugæslunnar Hlíðum frá Drápuhlíð í Skógarhlíðina.

„Kaldalón hf. tekur á sig alla framkvæmdaáhættu vegna nauðsynlegra breytinga á Skógarhlíð 18 samkvæmt leigusamningnum við FSRE. Af þessum sökum er heildarfjárfesting ekki þekkt á þessu stigi þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar,“ segir í tilkynningu sem Kaldalón sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi.

Kaldalón segir að eignin verði tekjuberandi frá afhendingu til FSRE. Fasteignafélagið gerir ekki ráð fyrir verulegum breytingum á heildararðsemi fasteignasafns síns vegna kaupanna.

Heilsugæslan Hlíðum flytur á næsta ári úr Drápuhlíð 14-16.
Heilsugæslan Hlíðum flytur á næsta ári úr Drápuhlíð 14-16.