Innflutningur Kínverja á rússneskri hráolíu sló met í maímánuði. Kínverjar fluttu inn nærri 8,42 milljónir tonna hráolíu frá Rússlandi í síðasta mánuði sem er 55% aukningu á milli ára. Rússland hefur nú tekið við keflinu af Sádi Arabíu sem stærsti olíubirgir Kína. Reuters segir frá.

Kínversk fyrirtæki hafa notið góðs af afslætti á olíubirgðum frá Rússlandi vegna viðskiptaþvingana Evrópuþjóða sem samþykktu nýlega að leggja á sölubann á meirihluta af rússneskri olíu.

Sjá einnig: Olíusala Rússa dekkar stríðsreksturinn

Heildarinnflutningur Kínverja á hráolíu jókst um 12% á milli ára. Innflutningur frá Sádi Arabíu jókst um 9% frá fyrra ári og nam 7,82 milljónum tonna.