Reitir fasteignafélag hafa undirritað samkomulag um kaup á L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi. Seljandi er IS FAST-3, sjóður í stýringu Íslandssjóða.
Í tilkynningu Reita til Kauphallarinnar kemur fram að heildarvirði L1100 ehf. í viðskiptunum er 1.990 milljónir króna og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé.
Samhliða kaupunum verður gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels sem rekur einnig Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.
Áætlað er að afhending eignarinnar eigi sér stað eigi síðar en 1. maí næstkomandi. Leigutekjur eignarinnar á ársgrunni eru um 200 milljónir króna. Reitir segja að kaupin leiði til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) fasteignafélagsins hækki um 175 milljónir króna á ársgrundve