Eigendur Perlu norðursins, sem hefur verið með ferðaþjónustustarfsemi í Perlunni um nokkurra ára skeið, eiga í viðræðum um kaup á fasteigninni og byggingarrétti þar um kring af Reykjavíkurborg. RÚV greinir frá.

Tilboð Perlu norðursins var eina tilboðið sem taldist gilt hjá Reykjavíkurborg.

Borgarráð samþykkti í september 2023 að hefja söluferli á Perlunni. Auglýst verð var 3,5 milljarðar króna.

Haft er eftir Gunnari Gunnarssyni, forstjóra Perlunnar, að fyrirtækið horfi til mikillar uppbyggingar við Perluna á komandi árum.

Fréttin var uppfærð eftir ábendingu um að viðræður standa enn yfir.