Súlur Reykjavík ehf. hefur fest kaup á Urðarhvarfi 16 í Kópavogi fyrir tæplega 3,5 milljarða króna.
Seljandi er BS eignir en samkvæmt kaupsamningi var gengið frá kaupunum um miðjan októbermánuð.
Hjónin Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir eiga BS eignir til jafns en sonur þeirra Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri BS eigna, stýrði byggingu hússins.
Húsið er á níu hæðum og rúmlega 10.400 brúttófermetrar.
Súlur Reykjavík er í endanlegri eigu fjögurra einstaklinga.
Kristján M. Grétarsson, Magnús Ármann, Lilja Þórey Guðmundsdóttir og Sturla Björn Johnsen fara öll með 25% hlut hvor í félaginu.
Sturla, Teitur og Kristján keyptu Urðarhvarf 14 árið 2021 í gegnum félagið KTS ehf. á 1,75 milljarðar en KTS félagið heldur einnig utan um eignarhlut þeirra í Súlum Reykjavík.
Kaupendur reka heilsugæslustöð Heilsuverndar í Urðarhvarfi en Lilja Þórey og Sturla eru eigendur Heilsuverndar ehf.
Lilja er skráð fyrir 60% hlut í Heilsuvernd í gegnum Sternum ehf. en eiginmaður hennar, Teitur Guðmundsson, stofnaði Heilsuvernd. Sturla fer með 40% hlut í Heilsuvernd.
Árið 2021 náði Heilsuvernd samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu.
Samningurinn gekk þó ekki eftir þar sem eigandi Urðarhvarfs 8 „dró húsnæðið til baka“vegna tímalengdar leigusamningsins og ákvað að fá aðra leigjendur að húsnæðinu.
Hjúkrunarrýmunum var ætlað að létta á álagi á Landspítalanum.