Markaðurinn tók við sér á árinu eftir brösugt ár þar á undan. Gengið hefur betur í baráttunni við verðbólguna á árinu, en hún mældist 6,7% í byrjun árs samanborið við 7,7% í lok árs 2023.

Mældist verðbólgan 4,8% í nóvember síðastliðnum. Þá hefur vaxtalækkunarferli Seðlabankans loks getað hafist, með 25 punkta lækkun 2. október og 50 punkta lækkun 20. nóvember.

Greinendur eru sammála um að vextir muni áfram lækka á næsta ári, sem ætti að vera vítamínsprauta fyrir markaðinn. Nú þegar má sjá að fjármagn hefur byrjað að leita í hlutabréfasjóði og ljóst að frekara fjármagn mun leita á markaðinn á komandi misserum.

Arðgreiðsluleiðrétt úrvalsvísitalan, OMX Iceland 15 GI, hækkaði um rúm 16% á árinu, sem er heldur meiri hækkun en hjá heildarvísitölunni.

Nánar er fjallað um málið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.