Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæplega 1,7% í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni en sextán af 23 félögum aðalmarkaðarins eru græn það sem af er degi.
Hækkun Úrvalsvísitölunnar má að stærstum hluta rekja til 3% hækkunar á hlutabréfaverði Marels sem stendur í 538 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð.
Þá heldur gengi Alvotech áfram að rísa hlutabréf lyfjalíftæknifyrirtækisins hafa hækkað um meira en 7% í morgun. Gengi Alvotech stendur nú í 1.750 krónum á hlut.
Auk Alvotech og Marels hafa hlutabréf Eikar, Ölgerðarinnar, Arion banka, Íslandsbanka, Skeljar, Reita og Kviku hækkað um meira en 1% í dag.
Töluverðar hækkanir voru á bandaríska hlutabréfamarkaðnum á föstudaginn en helstu hlutabréfavísitölur hans hækkuðu um 2,1%-2,6% í kjölfar birtingu vinnumarkaðsskýrslu. Þá hefur evrópska hlutabréfavísitalan Stoxx Europe 600 hækkað um 0,4% í dag en breska FTSE 100 lækkað lítillega.