Rauður dagur var í Kauphöllinni í dag en af 21 skráðu félagi voru átján félög rauð eftir viðskipti dagsins en þrjú héldu sama gengi og frá deginum áður. Bréf Sýnar lækkuðu mest í dag eða um 6,5% í 24 milljóna króna viðskiptum. Gengið stendur nú í 57,5 krónum á hlut en það hefur þó hækkað um 5,5% á síðastliðnum mánuði.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8% og hefur lækkað um 5,88% á síðastliðnum mánuði. Heildarvelta á markaði nam 2,3 milljörðum króna en mest voru viðskipti með bréf Arion eða um 5852 milljónir króna sem lækkuðu um 1,9%.
Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 5,4 milljarða króna. Ávöxtunarkrafa verðtryggðra ríkisskuldabréfa, RIKS 33 0321, hækkaði um 0,08% í 110 milljóna króna viðskiptum í dag. Þá voru mest viðskipti með óverðtryggð ríkisskuldabréf, RIKB 25 0612, í dag, um 954 milljónir króna, en krafan á þeim hækkaði um 23 punkta og stóð í 6,47% við lokun Kauphallarinnar.