Lettneski bankinn Norvik Banka, sem er í meirihlutaeigu eignarhaldsfélgsins Straumborgar, greindi frá því í dag að bankinn hefur tryggt sér lán að virði 50 milljónir evra (4,45 milljarðar íslenskra króna). Kaupþing veitir lánið.
Nánari upplýsingar voru ekki fáanlegar, en líklegt er að um sambankalán sé að ræða. Norvik Banka, sem áður hét Lateko Banka, greindi frá því nýlega að bankinn myndi sækja fjármagn á sambankalánamarkað til að styðja við aukin vöxt.
Straumborg á 51,06% hlut í Norvik Banka og er stærsti hluthafinn. Félagið er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu.