Stjórn Sjóvá leggur til við aðalfund félagsins þann 7. mars næstkomandi að samþykkt verði heimild um að koma á fót kaupréttaráætlun fyrir allt fastráðið starfsfólk vátryggingafélagsins, óháð starfsaldri, ábyrgð eða hvaða launaflokki hver og einn tilheyrir.

„Markmið félagsins með kaupréttaráætluninni er að tengja saman hagsmuni starfsmanna við hluthafa, auk þess sem áætlunin hjálpar til við að laða að hæft starfsfólk og auka tryggð innan félagsins,“ segir í greinargerð stjórnar með tillögunni.

Stjórn Sjóvá leggur til við aðalfund félagsins þann 7. mars næstkomandi að samþykkt verði heimild um að koma á fót kaupréttaráætlun fyrir allt fastráðið starfsfólk vátryggingafélagsins, óháð starfsaldri, ábyrgð eða hvaða launaflokki hver og einn tilheyrir.

„Markmið félagsins með kaupréttaráætluninni er að tengja saman hagsmuni starfsmanna við hluthafa, auk þess sem áætlunin hjálpar til við að laða að hæft starfsfólk og auka tryggð innan félagsins,“ segir í greinargerð stjórnar með tillögunni.

Áætlaður kostnaður vegna kaupréttaráætlunarinnar, byggt á Black-Scholes útreikningum, er að fjárhæð um 110 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil.

Tillagan felur í sér að stjórn Sjóvár yrði heimilt að útfæra og samþykkja kaupréttaráætlun til 3 ára. Gert er ráð fyrir að hver starfsmaður muni ekki geta keypt hlutabréf á grundvelli áætlunarinnar fyrir hærri fjárhæð en 1,5 milljónir króna á ári að kaupverði.

Stjórn Sjóvár áréttar að sú útfærsla á kaupréttaráætlun skuli vera staðfest af Skattinum áður en hún er sett á fót. Kaupréttaráætlunin eigi að uppfylla kröfur 10. grein laga um tekjuskatt en slíkir kaupréttir njóta sérstaks hagræðis fyrir starfsmenn þar sem allar tekjur vegna þeirra eru skattlagðar sem fjármagnstekjur að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Fram kemur að tólf mánuðir skulu líða að lágmarki frá gerð kaupréttarsamnings þar til hann er nýttur og skal kaupverð eigi vera lægra en vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag. Þá skulu starfsmenn eiga hlutabréfin í lágmarki tvö ár eftir að kaupréttur er nýttur.