SFV11 Holding ehf., félag utan um eignarhlut þýska félagsins Baader í Skaganum 3X, tapaði rúmlega 1,6 milljörðum króna árið 2021.

SFV11 Holding ehf., félag utan um eignarhlut þýska félagsins Baader í Skaganum 3X, tapaði rúmlega 1,6 milljörðum króna árið 2021.

Tapið var tilkomið vegna hlutdeildar í afkomu Skagans 3X sem tapaði 2,7 milljörðum árið 2021. Baader keypti 60% hlut í Skaganum 3X haustið 2020, af stofnandanum Ingólfi Árnasyni, og eignaðist félagið svo að fullu í febrúar í fyrra.

Í ársreikningi SVF11 kemur fram að endanlegt kaupverð, að lokinni leiðréttingu, hafi numið 4,5 milljörðum króna. Bókfært verð eignarhlutarins í lok 2021 var því 2,9 milljarðar.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.