Leigu­fé­lagið Bú­seti og Heimsta­den gengu frá kaup­samningi á 42 í­búðum Heimstaden við Tanga­bryggju 2, 4a og 4b í Reykja­vík í dag.

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins er um­fang við­skiptanna um það bil tveir og hálfur milljarðar króna.

Kaupin eru fjár­mögnuð með láni frá fag­fjár­festa­sjóði í rekstri Lands­bréfa.

Stefnt er að form­legri af­hendingu eignanna 42 til Bú­seta fyrir árs­lok en um er að ræða ný­legar 2-4 her­bergja í­búðir í Bryggju­hverfinu í Reykja­vík.

Fram­kvæmda­stjórar fé­laganna tveggja hafa undir­ritað vilja­yfir­lýsingu um að Bú­seti kaupi yfir 90 í­búðir til við­bótar af Heimsta­den.

Allt að fimm ár að losa eignasafnið

Heimsta­den hefur unnið að því að minnka um­svif sín á Ís­landi síðast­liðna mánuði eftir að það var greint frá því í maí að ekkert yrði af kaupum ís­lenskra líf­eyris­sjóða á hlut í fé­laginu.

Egill Lúð­víks­son, fram­kvæmda­stjóri Heimsta­den á Ís­landi, hefur talað um það gæti tekið um fjögur til fimm ár að skala eigna­safnið niður en það fer allt eftir markaðs­að­stæðum.

Í árs­lok 2022 voru 1677 í­búðir á Ís­landi í eigu Heimsta­den.