Leigufélagið Búseti og Heimstaden gengu frá kaupsamningi á 42 íbúðum Heimstaden við Tangabryggju 2, 4a og 4b í Reykjavík í dag.
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er umfang viðskiptanna um það bil tveir og hálfur milljarðar króna.
Kaupin eru fjármögnuð með láni frá fagfjárfestasjóði í rekstri Landsbréfa.
Stefnt er að formlegri afhendingu eignanna 42 til Búseta fyrir árslok en um er að ræða nýlegar 2-4 herbergja íbúðir í Bryggjuhverfinu í Reykjavík.
Framkvæmdastjórar félaganna tveggja hafa undirritað viljayfirlýsingu um að Búseti kaupi yfir 90 íbúðir til viðbótar af Heimstaden.
Allt að fimm ár að losa eignasafnið
Heimstaden hefur unnið að því að minnka umsvif sín á Íslandi síðastliðna mánuði eftir að það var greint frá því í maí að ekkert yrði af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í félaginu.
Egill Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, hefur talað um það gæti tekið um fjögur til fimm ár að skala eignasafnið niður en það fer allt eftir markaðsaðstæðum.
Í árslok 2022 voru 1677 íbúðir á Íslandi í eigu Heimstaden.