Mun fleiri flugfarþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra heldur en Isavia, sem heldur utan um rekstur flugvallarins, gerði sér vonir um í upphafi síðasta árs. Alls fóru um 6,2 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári en upphaflegar farþegaforsendur Isavia gerðu ráð fyrir að farþegafjöldinn yrði um 4,7 milljónir. Þetta segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Síðasta heila árið fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn var árið 2019 en þá fóru 7,2 milljónir farþega um flugvöllinn. „Ég tel okkur hjá Isavia geta horft mjög stolt til baka á árið 2022. Það voru strangar takmarkanir við lýði í byrjun ársins vegna heimsfaraldursins og áætlanir okkar fyrir árið voru því markaðar af mikilli óvissu. Þrátt fyrir allt náðum við sama fjölda farþega seinni hluta ársins 2022 og á sama tímabili árið 2019,“ segir Sveinbjörn.

„Í júlí síðastliðnum vorum við komin í sömu farþegatölur og í júlí 2019. Það má því segja að við höfum verið að ná fullri endurheimt, þegar horft er til fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll, strax í júlí í fyrra. Það sem meira er þá jókst flug til og frá Íslandi á síðari hluta síðasta árs samanborið við sama tímabil árið 2019. Í mánuðunum á eftir júlí hélt farþegafjöldinn svipuðum dampi og árið 2019,“ bætir hann við.

Spár Isavia geri ráð fyrir að um 7,8 milljónir farþega muni fara um flugvöllinn á þessu ári. Rætist sú spá verður nýhafið ár það þriðja stærsta í sögu flugvallarins, þegar litið er til farþegafjölda, á eftir árunum 2017 og 2018.

Mun fleiri flugfarþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra heldur en Isavia, sem heldur utan um rekstur flugvallarins, gerði sér vonir um í upphafi síðasta árs. Alls fóru um 6,2 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári en upphaflegar farþegaforsendur Isavia gerðu ráð fyrir að farþegafjöldinn yrði um 4,7 milljónir. Þetta segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Síðasta heila árið fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn var árið 2019 en þá fóru 7,2 milljónir farþega um flugvöllinn. „Ég tel okkur hjá Isavia geta horft mjög stolt til baka á árið 2022. Það voru strangar takmarkanir við lýði í byrjun ársins vegna heimsfaraldursins og áætlanir okkar fyrir árið voru því markaðar af mikilli óvissu. Þrátt fyrir allt náðum við sama fjölda farþega seinni hluta ársins 2022 og á sama tímabili árið 2019,“ segir Sveinbjörn.

„Í júlí síðastliðnum vorum við komin í sömu farþegatölur og í júlí 2019. Það má því segja að við höfum verið að ná fullri endurheimt, þegar horft er til fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll, strax í júlí í fyrra. Það sem meira er þá jókst flug til og frá Íslandi á síðari hluta síðasta árs samanborið við sama tímabil árið 2019. Í mánuðunum á eftir júlí hélt farþegafjöldinn svipuðum dampi og árið 2019,“ bætir hann við.

Spár Isavia geri ráð fyrir að um 7,8 milljónir farþega muni fara um flugvöllinn á þessu ári. Rætist sú spá verður nýhafið ár það þriðja stærsta í sögu flugvallarins, þegar litið er til farþegafjölda, á eftir árunum 2017 og 2018.

Farþegaspá 2023

Í byrjun desember kynnti Isavia farþegaspá fyrir nýhafið ár. Þar spáir félagið að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á þessu ári. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn komið til landsins á einu ári en árið 2018 komu 2,3 milljónir til landsins.

Í spánni kemur jafnframt fram að 24 flugfélög muni fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Þau verði með áætlunarflug til og frá 80 áfangastöðum í Evrópu og Norður-Ameríku, þar af 51 allt árið.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.