Birgitta Ósk Helgadóttir verður verslunarstjóri húsgagnaverslunarinnar Bústoð í Garðabæ þegar hún opnar 19. september. Hún er meðeigandi fyrirtækisins og rekur það ásamt Björgvini Árnasyni, framkvæmdastjóra og verslunarstjóra.

Það hefur gengið mjög vel hjá fyrirtækinu undanfarin ár en veltan hefur verið á bilinu 200 til 280 milljónir. Eigendur segja að með komu nýrrar verslunar í Garðabænum sjái þeir fram á enn meiri vöxt.

Birgitta Ósk Helgadóttir verður verslunarstjóri húsgagnaverslunarinnar Bústoð í Garðabæ þegar hún opnar 19. september. Hún er meðeigandi fyrirtækisins og rekur það ásamt Björgvini Árnasyni, framkvæmdastjóra og verslunarstjóra.

Það hefur gengið mjög vel hjá fyrirtækinu undanfarin ár en veltan hefur verið á bilinu 200 til 280 milljónir. Eigendur segja að með komu nýrrar verslunar í Garðabænum sjái þeir fram á enn meiri vöxt.

Félagið var stofnað árið 1975 og heldur því Bústoð upp á 50 ára afmæli sitt á næsta ári. Frá upphafi hefur verslunin haft það að markmiði að bjóða upp á gæðavörur frá framleiðendum á borð við Calia Italia, Furnhouse og Skovby.

Gjafavöruúrval hjá Bústoð hefur einnig notið vinsælda að sögn eigenda en verslunin hefur ávallt verið staðsett í Reykjanesbæ. Hún er til húsa að Tjarnargötu 2, þar sem verslunin verður áfram í rúmgóðum 1200 fermetra sýningarsal.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.