Á­skrif­endur að Keldunni geta nú nálgast á­ætlað verð­mat ís­lenskra fyrir­tækja í nýrri verð­mats­vél Keldunnar.

Matið er háð á­kveðnum skil­yrðum en er ætlað að sýna virði fyrir­tækja sem byggt er á nú­virtu á­ætluðu sjóð­streymi til ei­lífðar í ís­lenskum krónum.

Hug­búnaðar­fyrir­tækið Kóði greinir frá þessu á heima­síðu sinni.

Á­skrif­endur að Keldunni geta nú nálgast á­ætlað verð­mat ís­lenskra fyrir­tækja í nýrri verð­mats­vél Keldunnar.

Matið er háð á­kveðnum skil­yrðum en er ætlað að sýna virði fyrir­tækja sem byggt er á nú­virtu á­ætluðu sjóð­streymi til ei­lífðar í ís­lenskum krónum.

Hug­búnaðar­fyrir­tækið Kóði greinir frá þessu á heima­síðu sinni.

Hægt að breyta ávöxtunarkröfu og eilífðarvexti

„Frjálst sjóð­streymi er reiknað út frá nýjasta árs­reikningi á­samt á­vöxtunar­kröfu sem byggir á ís­lenskum og evrópskum markaðs­gögnum. Hægt er að breyta á­vöxtunar­kröfu og ei­lífðar­vexti fyrir­tækisins en aðrar for­sendur eru fast­mótaðar.“

Sam­kvæmt Kóða er til­gangur verð­matsins einungis til fróð­leiks, saman­burðar og skemmtunar ein­göngu en ekki til á­kvörðunar­töku um við­skipti. Keldan ehf. á­byrgist á engan hátt niður­stöður verð­mats og ættu not­endur því ekki að treysta á þær sem slíkar.

Svona lítur verðmatsreiknivélin út.