Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafa ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta skólum.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kennarasambands Íslands en áformað er að verkföll í átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Þar af eru fjórir leikskólar, þrír grunnskólar og einn framhaldsskóli.

Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafa ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta skólum.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kennarasambands Íslands en áformað er að verkföll í átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Þar af eru fjórir leikskólar, þrír grunnskólar og einn framhaldsskóli.

Verkföll verða tímabundin í grunnskólanum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verður boðað til ótímabundinna verkfalla.

„Atkvæðagreiðslur um verkföll hófust á hádegi í dag. Aðgerðirnar ná til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standa til hádegis á fimmtudag, 10. október,“ segir í tilkynningu.

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við RÚV að verið sé að fara þá leið í fyrsta skipti að boða ekki til allsherjarverkfalls, heldur að taka til verkfalla á afmörkuðum starfsstöðum.

Hann segir að fleiri skólar muni síðan í framhaldinu greiða atkvæði um hvort farið verði í verkfall. Ríkissáttasemjari boðaði samningsaðila til fundar í gær og verður næsti fundur boðaður á morgun.