Mjöll Matthías­dóttir, for­maður Fé­lags grunn­skóla­kennara, segir í sam­tali við Vísi að hún telji sann­gjarnt að grunn­laun kennara verði rúm milljón króna.

Verk­falls­að­gerðir kennara hefjast að ó­breyttu eftir helgi en Fé­lags­dómur dæmdi skæru­verk­föll kennara lög­leg í morgun.

Kennarar telja að miða eigi kjör þeirra við meðal­laun sér­fræðinga á al­mennum vinnu­markaði. Mjöll segir það „eina sann­gjarna við­miðið“ þar sem ekki væri hægt að miða við eina stétt sér­fræðinga og para kennara.

„Hún losar ein­hverja rúma milljón í grunn­launum þegar kennarar eru með rúm 700.000 að meðal­tali,“ segir Mjöll við Vísi sem sam­svarar um rúm­lega 42% hækkun á grunn­launum kennara.