Eftir stöðugar hækkanir undanfarin ár hafa skyndibitastaðir í Bandaríkjunum þurft að grípa til örþrifaráða til að laða aftur til sín viðskiptavini.

Eftir stöðugar hækkanir undanfarin ár hafa skyndibitastaðir í Bandaríkjunum þurft að grípa til örþrifaráða til að laða aftur til sín viðskiptavini.

Tilboðsmáltíðir hafa því verið að ryðja sér til rúms víða, McDonald‘s hóf á dögunum að bjóða upp á fimm dala máltíð en Burger King byrjaði með sambærilegt tilboð í júní sem og Starbucks og Denny‘s.

Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu Circana leita viðskiptavinir í auknum mæli í slík tilboð en á fyrstu þremur mánuðum ársins innihéldu um 30% af pöntunum hjá skyndibitastöðum tilboð af einhverju tagi, 3% meira en á sama tímabili í fyrra.