Fasteignafélagið Bergey greiddi 700 milljónir króna fyrir fasteignina að Snorrabraut 37, sem er betur þekkt sem Austurbæjarbíó.

Viðskiptablaðið sagði frá kaupunum í byrjun mánaðar en í dag er pílubarinn Bullseye rekinn í húsnæðinu en reksturinn fylgdi með í kaupunum.

Jón Gunnar Bergs og María Soffía Gottfreðsdóttir eru seljendur fasteignarinnar en þau seldu einnig rekstur Partýbúðarinnar og fasteign sem verslunin er staðsett í, Faxafen 11, til Bergeyjar og fjárfestingarfélagsins Tungu, sem bæði eru leidd af Magnúsi Berg Magnússyni.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.